top of page

Forrit og vefsíður

Adobe Premiere Pro - Þetta er myndklippiforrit notað af mörgum fagmönnum í kvikmyndagerð og myndvinnslu og fæst ekki frítt. Forritið er hluti af Adobe Creative Cloud-pakkanum, mjög fullkomið og gott fyrir þá sem eru langt komnir í kvikmynda- eða myndbandagerð. Sjá https://www.adobe.com/products/premiere.html.

Anchor - Þetta er forrit sem er gert til að búa til og dreifa hlaðvörpum. Hægt er að ná í það á slóðinni https://anchor.fm/

AudacityÞetta er hljóðvinnslu- og upptökuforrit sem fæst frítt og auðvelt er að sækja. Það er notað af mörgum fagaðilum við einfalda hljóðvinnslu og upptökur. Margir nemendur sem hafa áhuga á kvikmynda- og myndbandagerð eða fást við tónlist kannast við þetta forrit og mikið er til af kennslumyndum (e. tutorials) um notkun þess, til dæmis á YouTube. Forritið er einfalt í notkun og hentar vel þegar taka á upp hljóð og vinna aðeins með þau. Því má hala niður á slóðinni https://www.audacityteam.org/.

Freesound.org - Þetta er vefsetur með úrvali hljóðsafna. Þar má ná sér í alls konar hljóð til að nota í verkefnin sín. Einnig er hægt að setja þar inn sín eigin hljóð og leyfa öðrum að nota þau. Munið að mismunandi höfundarréttindi fylgja hverju hljóði og þarf að lesa sér til um þau. Sjá https://freesound.org/.

Garageband - Þetta er tónlistar- og hljóðforrit frá Apple, gert fyrir búnað eins og iPhone, iPad, iMac og aðrar tölvur frá því fyrirtæki. Í því er auðvelt að búa til tónlist, þar sem forritið býður upp á tilbúin hljóðfæri sem hægt er að leika á og nota. Einnig er hægt að taka upp tónlist eða annað hljóð beint inn í forritið. Forritið er mikið notað í skólum sem eru með búnað frá Apple, það er auðvelt í notkun og með því má búa til hlaðvarpsefni, hljóðstef og tónlist. Sjá https://www.apple.com/mac/garageband/.

iMovie - Þetta er einfalt myndklippiforrit frá Apple, gert fyrir búnað eins og iPhone, iPad, iMac og aðrar tölvur frá því fyrirtæki. iMovie er oftast uppsett á iPad en annars má finna það á slóðinni https://www.apple.com/imovie/. Það er mikið notað í grunnskólum og þá sérstaklega á unglingastigi.

Pro Tools - Þetta er fullkomið hljóðvinnslu- og hljóðupptökuforrit notað af mörgum helstu fagaðilum í kvikmyndagerð og tónlist. Það getur verið frekar flókið og er því frekar fyrir þá sem eru lengra komnir í hljóðvinnslu. Fyrir þá sem vilja prófa forritið má sækja fría grunnútgáfu, Pro Tools First, á slóðina https://www.avid.com/pro-tool.

Sketch.io - Þetta er veflægt teikniforrit og liggur á netinu. Veflausnin er einföld í notkun og gott er að nota hana þegar ekkert annað teikniforrit er í boði. Vefsíðan bíður upp á ýmiss konar pensla, stimpla og stillingar við teikningu. Sjá https://sketch.io/.

 

Soundcloud - Þetta er vefsetur þar sem hægt er að deila tónlist sinni með öðrum án endurgjalds. Skólar hafa einnig verið að nota þetta til að deila hlaðvarpsefni. Þú getur hlaðið upp tónlistinni þinni eða hlaðvarpi og þá verður það aðgengilegt fyrir aðra að hlusta á. Sjá https://soundcloud.com/.

Gagnlegar kennslusíður

Margmiðlun - stafræn miðlun - Þetta er kennsluefni eftir Björgvin Ívar Guðbrandsson þar sem hann fjallar í mörgum stuttum kennslumyndum um kvikmyndagerð, hljóðupptökur, hljóðvinnslu, margmiðlun, forritun og fleira. Sjá https://vefir.mms.is/margmidlun/.

Mixtúra - Margmiðlunarver SFS - Þetta er margmiðlunarver skóla- og frístundatsviðs Reykjavíkurborgar. Þar er búnaðarbanki með ýmis kennslugögn sem hægt er að fá að láni. Öllum kennurum og frístundarleiðbeinendum Reykjavíkurborgar stendur til boða að panta gögn og sækja í búnaðarbankann. Mixtúra býður einnig upp á ýmsa fræðslu fyrir kennara og frístundaleiðbeinendur, til dæmis opið hús, menntabúðir og fræðslustundir. Sjá má allar upplýsingar um Mixtúru á slóðinni http://mixtura.is/ .

© 2020

bottom of page