top of page

Hljóðsaga

Um verkefnið

  • Hljóðsaga er verkefni þar sem nemendur vinna með sögugerð, tjáningu og heim hljóðanna. 

  • Nemendur lesa upp sögu sem þeir hafa skrifað eða nú þegar tilbúna sögu og taka upplesturinn upp.

  • Þegar upplestri er lokið bæta nemendur við ýmsum hljóðum sem tengjast sögunni.

  • Nemendur þurfa að nota hugmyndaflugið og finna út hvaða hljóð þarf að nota til að gera söguna skemmtilega og skiljanlega fyrir hlustendur.

  • Nemendur þurfa að ímynda sér hvað er að gerast í hverju atriði í sögunni og finna út hvaða hljóð tengjast því best.

  • Nemendur fá æfingu í upplestri, tjáningu og sköpun með hljóði.

  • Verkefnið getur verið einstaklingsverkefni þar sem nemendur einfaldlega lesa upp sögu og setja hljóð inn til að gæða söguna lífi en nemendur geta líka lesið af innlifun og með leikrænni tjáningu, leikið persónur í sögunni og verið fleiri en eitt um hverja sögu.

  • Mælt er með að nemendur búi til handrit að sögunni þar sem fram komi hvaða hljóð eiga koma inn á hvaða tíma, hver eigi að lesa fyrir hvaða persónu og hver eigi að vera sögumaður

Sýnidæmi handrit

Hlj%C3%B3%C3%B0saga%20Handrit_edited.jpg

​Verkefnalýsing

  • Nemendur skrifa handrit að leikriti, hægt er að búa til sögu eða nota sögur úr námsefni.

  • Nemendur ákveða hver talar fyrir hvern eða ef þetta er bara lesin saga

  • Nemendur ákveða hvaða hljóð á að nota og hvenær

  • Nemendur búa til handrit

  • Nemendur taka upp upplestur á sögunni

  • Nemendur taka upp hljóð sem á að nota í sögunni eða finna tilbúin hljóð á netinu. 

  • Nemendur setja saman upplestur og hljóð í rétta tímalínu.

  • Dæmi um tilbúið verkefni má sjá hér að neðan

Búnaður​

  • Nemendur skrifa handrit á blað eða í tölvu

  • Til að taka upp upplestur á sögu þarf tæki með innbyggðum hljóðnema, til að mynda iPad eða snjallsíma.

  • Einnig er gott að nota hljóðnema tengda við tölvu eða búnað í hljóðveri ef það er í boði.

  • Til að vinna í hljóðsögunni og bæta við hljóðum þarf tölvu eða spjaldtölvu með hljóð- eða myndvinnsluforriti. 

Sýnidæmi hljóðsaga

© 2020

bottom of page