top of page

Lestur og leikræn tjáning

Um verkefnið

  • Nemendur lesa upp ljóð, sögu eða brot úr leikriti og fá að hlusta á upplesturinn til að heyra hvað gekk vel og í hverju þeir geta bætt sig.

  • Í þessu verkefni snýst upplesturinn um innlifun og leikræna tjáningu, þetta verkefni getur nýst sér vel í námsgreininni leiklist.

  • Það getur hjálpað nemendum mikið að fá að heyra í sjálfum sér til að átta sig á hvað gera má betur, ekki síst ef flytja á efnið fyrir framan stóran áheyrendahóp.

  • Einnig er hægt að æfa með þessum hætti mismunandi raddbeitingu eða leikstíla og læra margt af því.

Búnaður

  • Í þessu verkefni þarf einfaldlega tæki sem er með innbyggðan hljóðnema til að taka upp hljóð og innbyggðan hátalara til að hlusta á upptökuna. Einnig má nota samsettan búnað.

​Verkefnalýsing

  • Kennari og nemendur ákveða saman hvaða ljóð, sögu eða leikþátt á að lesa upp.

  • Nemandi les textann upp og tekur sig upp á hljóðupptökutækið; síma, spjaldtölvu eða annan búnað.

  • Nemandi hlustar á upptökuna sína og skrifar niður hvað mætti fara betur í upplestrinum og tjáningunni. Það gæti snúist um skýrleika, hæfilegan hraða, jafnara flæði, minna hik, framburð á ákveðnum orðum, raddstyrk, áherslur, mótun setninga, kúnstpásur og fleira, en líka leikræna tilburði, persónusköpun, tjáskipti og leikstíl.

  • Kennari hlustar á upptökuna og rennir yfir það sem nemandi skrifaði niður.

  • Kennari kemur líka með athuagsemdir og ábendingar um það sem tókst vel og gera má betur.

  • Nemandi æfir sig í því sem hann ætlar að bæta

  • Nemandi tekur upplesturinn aftur upp með leikrænum tilþrifum.

  • Nemandi hlustar á upplesturinn og skrifar hjá sér hvernig til tókst.

  • Hægt er að endurtaka þessi skref eins oft og kennari og nemandi vill. Einnig má prófa að lesa upp annan texta, mögulega texta af öðru tagi.

© 2020

bottom of page