top of page

Hlaðvarp/podcast

Um verkefnið

 

  • Verkefnið snýst um að búa til hlaðvarpsþátt og leyfa nemendum að nota hugmyndaflugið í umræðum um valið viðfangsefni..

  • Nemendur æfa sig í að ræða málin og tala gagnrýnið um ákveðið mál.  

  • Hægt er að hafa með í þættinum viðtöl þar sem nemendur æfa sig í að spyrja góðra spurning, svara spurningum og nýta sér virka hlustun þegar þeir hlusta á viðmælanda eða spyril. Einnig má taka viðtöl við einhverja utan bekkjar eða skóla.

  • Með hlaðvarpsverkefni æfa nemendur sig í tjáningu, orðaforða og að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær.

  • Hlaðvarpsverkefni er hægt að nota í mörgum námsgreinum, til dæmis til að fjalla um valið landsvæði, náttúrufyrirbæri eða umhverfismál, fréttir og samfélagsmál, atburði og tímabil í sögunni, sögupersónur og höfunda í bókmenntum eða kvikmyndum, listamenn, listaverk og listgreinar. Einnig má þjálfa erlend tungumál og þýðingar svo eitthvað sé nefnt.

Búnaður 

  • Nemendur skrifa hugmyndir sínar annað hvort á blöð eða í tölvu.

  • Hægt er að taka þáttinn upp í hljóðveri með hljóðbúnaði og hljóðnema eða nota spjaldtölvur, síma eða fartölvur sem eru með innbyggðum hljóðnemum.

  • Til að fá bestu gæðin er gott að vera í herbergi þar sem ekki er mikið bergmál eða hljóð sem geta truflað upptöku.

​Verkefnalýsing

  • Kennari kynnir verkefnið og segir nemendum hvert þemað í hlaðvarpinu sem búa á til eigi að vera.

  • Nemendur vinna í hópum og koma með grófa hugmynd að því sem þeir vilja ræða í þættinum og hvernig fara mætti yfir efnið. 

  • Nemendur segja kennara frá hugmynd sinni að viðfangsefni og kennari annað hvort samþykkir hana eða biður nemendur að hugsa málið betur.

  • Nemendur afla sér upplýsinga um viðfangsefnið sem þeir ætla að taka fyrir í þættinum.

  • Nemendur búa til handritsdrög að hlaðvarpsþættinum: Hvað á að tala um, hvernig á að fjalla um efnið og hvernig á þátturinn vera? Á að hann byggja á samræðum eða ætlar einhver að vera spyrill og leita eftir svörum og áliti annarra? 

  • Nemendur kynna hugmyndina sína fyrir kennara.

  • Nemendur fá búnað til að taka upp þáttinn. Gott væri að æfa sig fyrst og prófa upptöku.

  • Nemendur taka upp þáttinn í bútum eða í einu rennsli. Til að fá bestu gæðin er gott að vera í herbergi þar sem ekki er mikið bergmál og lítið um hljóð sem geta truflað upptöku.

  • Fyrir lengra komna og viðameira verkefni má klippa saman efni og leggja inn hljóð, tóndæmi og lesið efni.

© 2020

bottom of page