top of page

Hljóðheimur

Um verkefnið

  • Í verkefninu hljóðheimur er búin til hljóðblanda sem gefur til kynna eða endurspeglar ákveðinn stað.

  • Nemendur geta ímyndað sér hvernig hljóð voru á heimili í gamla daga eða á vinnustað í framtíðinni, í íslensku kjarri eða útlendum frumskógi, í kafbát eða geimstöð, í skemmtigarði eða á orustuvelli, í hljómmiklu baðherbergi eða á draugalegu háalofti, eða hvað annað sem þeim dettur í hug.

  • Þetta verkefni snýst um sköpun með hljóði.

  • Verkefni er að búa til sögu eða hljóðheim, þar sem hljóðin lýsa öllu sem er að gerast.

  • Nemendur finna alls konar hljóð á netinu eða taka upp hljóð og búa til sjálf og blanda þeim saman þannig að úr verður einhvers konar atriði.

  • Þetta verkefni er eitt af þeim mest skapandi í hljóði, gerir nemendum kleift að vinna með ímyndunaraflið og er tilvalið til að tengja hvaða námsgrein sem vera skal.

Verkefnalýsing

  • Nemendur ákveða hvernig hljóðheim þeir ætla að búa til.

  • Nemendur safna saman hljóðum sem hægt er að nota í hljóðheiminum, annaðhvort með því að taka upp sjálf eða finna þau á netinu.

  • Nemendur vinna í hljóðforriti við að blanda saman hljóðunum og búa til sinn hljóðheim.

 

Sýnidæmi hljóðheimur

© 2020

bottom of page