top of page

Lifandi mynd

Um verkefnið

  • Í þessu verkefni vinna nemendur með sköpun í hljóðvinnslu í tengslum við myndræna sköpun.

  • Nemendur teikna mynd og tengja við hana hljóð sem þeir taka upp, búa til eða afla í einhverjum tilvikum með öðrum hætti.

  • Þetta verkefni hentar mjög vel í þemavinnu og hægt er að nota það með flest öllum viðfangsefnum í skólastarfi, til dæmis námi og kennslu um umhverfið , Íslandssögu, tónmennt eða árstíðirnar.​

Búnaður

 

  • Nemendur teikna mynd á blað í tölvu eða spjaldtölvu 

  • Forrit í tölvu eða spjaldtölvu til að búa til myndband úr myndinni og tengja hljóð við 

  • Ef nemendur taka upp sín eigin hljóð þarf tæki með upptökubúnaði til dæmis síma, spjaldtölvu, hljóðupptökutæki með innbyggðum hljóðnema eða hljóðnema tengdan hljóðupptökutæki. 

​Verkefnalýsing

 

  • Nemendur teikna mynd á blað eða í tölvu. Ef notuð er spjaldtölva getur verið gott að nota penna fyrir snertiskjá.

  • Ef mynd er teiknuð á blað er hún skönnuð eða mynduð til að koma henni í stafrænt umhverfi.

  • Nemendur skoða það sem er á myndinni og velta fyrir sér og ræða við kennara hvaða hljóð gætu átt við myndina.

  • Nemendur safna saman hljóðum sem þeir ætla að nota við myndina, annað hvort með því að safna saman hljóðum sem til eru á netinu eða með því að taka upp og búa til sín eigin hljóð.

  • Nemendur setja myndina inn í forrit sem hentar til að tengja hljóð og mynd, iMovie, Premiere Pro eða annað forrit af svipuðum toga.

  • Nemendur raða hljóðum upp eins og þeir vilja að þau hljómi, annað hvort hvert fyrir sig, eitt í einu eða með því að búa til blöndu af þeim öllum saman.

  • Beina má athygli að myndinni í heild eða einstökum þáttum hennar, til dæmis með því að láta hana birtast í hlutum, litast í hlutum eða leggja inn orð, tákn eða merkingar.

  • Hægt er að búa til margar heilmyndir þar sem hlutir, litir eða merkingar koma smám saman inn í myndina eða leggja hluti, myndhluta og merkingar inn á heilmynd í bakgrunni

  • Hér fyrir neðan má sjá dæmi að tilbúnu verkefni.

​                   

Sýnidæmi

  • Hér fyrir neðan má sjá dæmi um tilbúið verkefni.

© 2020

bottom of page